Vaðnes

Sumarhús 2022

 

Ytra form, innra skipulag hússins og lóð eru hönnuð þannig að hrauni og skógi séu ekki spillt. Skýld útirými eru staðsett til að sjónásar að skógi, hrauni og útsýni bjóða upp á fjölbreyttar og ólíkar upplifanir frá morgni til kvölds, árið um kring.

Gönguleiðir og pallar teygja arma sína í átt að náttúrusérkennum en mynda skjólgóðar heildir uppi við bygginguna, undir skjólveggjum og gróðurhúsi.

Húsið er að innanverðu hannað sem næstum eitt opið og gegnsætt rými, en aðalrýmin eru einungis skilin að með rennihurðum.

Gegnsæ hönnunin hefur það að markmiði að minnka skilin milli hins manngerða og náttúru staðarins og á að auka ánægjuna af því að vera umlukinn af mjög ólíkum náttúrumyndum.

Að þessum markmiðum uppfylltum er ætlunin að skapa fullkomið umhverfi og rými fyrir hvíld og íhugun.