B 7   INNRÉTTINGAR

Verkefnið var að endurnýja eldri íbúð en slík verkefni krefjast oft nákvæmra mælinga og skráninga. Oft koma upp óvæntar aðstæður sem krefjast sveigjanlegra lausna og oftast einhverrar sérsmíði. Innréttingar eru að meginhluta staðlaðar einingar sem eru rammaðar inn með sérsmíðuðum eikarhlutum o.s.frv.

Efnisval og litir tóku mið af náttúrulegum efnum, sem eldast fallega og skarast með blæbrigðaríkri efnismeðferð og ólíkum áferðum.

 Att Arkitektar leggja metnað sinn í að kanna ólíkar leiðir í greinandi samræðu við verkkaupa og fagna sérhverju óvæntu atviki í hugmyndavinnunni sem verður til þess að hugmyndirnar þokast eftir hlykkjóttri götu íhugunar og umbreytinga, í átt að góðri virkni, þægilegum rýmdum og fáguðum einfaldleika.