HARPA  samkeppni og skipulag

Vorið 2004 var lagður grunnur að hönnunarsamstarfi vegna lokaðrar samkeppni um tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, á austurbakka Reykjavíkurhafnar við Austurhöfn. Útbjóðandi var Austurhöfn- TR ehf.

Arkitektahópur var myndaður undir stjórn Henning Larsen Architects í Danmörku (HLA) og komst það samstarf m.a. á vegna fyrri starfa Tryggva Tr. (AttArk) fyrir HLA.

Samkeppnin var mjög umfangsmikil, enda var keppendum einnig ætlað að leggja fram tillögur að skipulagi Austurhafnar, þ.e.a.s. frá Lækjartorgi að Ingólfsgarði og frá Geirsgötu að hafnarbakkanum.

Samkeppninni um tónlistar- og ráðstefnuhúsið var skipt upp í þrjú áfangaskil, enda líklega um stærstu og flóknustu framkvæmdasamkeppni á sviði byggingarlistar að ræða sem haldin hefur verið á Íslandi.

Samstarf við Ólaf Elíasson hófst í öðrum áfanga samkeppninnar og voru þá lögð fyrstu drög að ævintýralegum glerhjúpi byggingarinnar. Mikið var lagt upp úr gerð líkana, s.s. af skipulagi svæðisins, byggingunni sjálfri og glerhjúpi Ólafs Elíassonar.

Harpa hefur í síðan unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga, meðal annars hlotið Mies van der Rohe verðlaunin árið 2013, ein virtustu byggingarlistaverðlaun heims.

Hlekkir á fréttir um vinningstillögu í samkeppninni um Hörpu