Frambæjarhús. Eyrarbakka

Endurgerð - friðað hús

 

Frambæjarhús er byggt 1894 og friðað skv. þjóðminjalögum.

Verkefni Att Arkitekta var að færa elsta hluta húsins í upprunlegt horf, endurgera seinni viðbyggingu í betra samræmi við friðaða hlutann og gera tillögur að e.k. húsaþyrpingu á lóðinni sem sækir innblástur í fjós hlöðu sem stóðu á lóðinni.

Minjastofnun hefur samþykkt hugmyndir Att Arkitekta um breytingar og endurbætur á friðlýstu húsi, sbr.:
„Í tillögu að endurgerð er eldri hluti hússins færður í upprunalegt horf á ytra borði og útlit bakbyggingarinnar lagað að útlitseinkennum endurgerðarinnar með nútímalegri útfærslum og efnisvali. Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemdir við tillöguna og fagnar metnaðarfullum áformum um endurbyggingu á grundvelli vandaðra hönnunargagna.”