Hörgatún 2

VISTOR o.fl.

 

Att Arkitektar hafa allt frá stofnun teiknistofunnar unnið að ímyndarþróun margra fyrirtækja. Meðal samstarfsaðila eru Vistor, Distica, Birgisson o.fl.

Byggingin hýsir margar sjálfstæðar lyfjaheildsölur o.fl. fyrirtæki, öll tengd heilbrigðisgeiranum. Því var mikilvægt að skapa vinalega og sveigjanlega aðkomu með hlýlegum sameiginlegum rýmum, s.s. mötuneyti, fundar- og ráðstefnurými.

Frá sameiginlegum rýmum er umferðinni veitt út í einingarnar sem hýsa framangreind fyrirtæki, ásamt stoðdeildum samsteypunnar

Í ljósi ólíkra þarfa og mögulegra breytinga á líftíma innréttinganna voru rýmislausnir grandskoðaðar m.t.t. starfhæfni og sveigjanleika til langs tíma.

Kveikjur að ólíkum ímyndarkerfum ákvarða skynræn áhrif. Þannig er áskorunin í hverju verki að fella heildaráhrifin að sammannlegri skynjun.

Efnisáferð hins byggða tengist heildaráhrifum og anda hönnunarinnar þannig að hugmyndin og viljinn til að skapa samofin sjónræn áhrif geti orðið að veruleika.