Vesturgata 18-20

Skipulagsgerð getur oft verið flókin og tímafrek, sérstaklega þegar þarf að leiða hagsmuni og hugmyndir margra saman, til raunhæfrar niðurstöðu.

Í þessu verkefni voru þau mistök gerð af hendi framkvæmdaraðila að rífa niðurníddar byggingar áður en öll byggingarleyfi voru fengin fyrir nýbyggingum, samkvæmt þágildandi deiliskipulagi. Virtist sem að nágrannar hafi litið þannig á að þeim hefði verið fært nýtt og óhindrað útsýni sem þeir vildu fyrir engan mun missa!

Verkefnið fólst þaðan í frá í breytingu á þágildandi deiliskipulagi og nýhönnun bygginga í nánu samráði við skipulagsyfirvöld og nágranna. Töluverðar breytingar voru gerðar á deiliskipulagi til að laga byggingarnar sem best að yfirbragði hverfisins, hæðarmun, útsýni og sérstökum hraunmyndunum í nánasta umhverfi.