Frumriss, skissur og drög eru tjáningarmiðlar arkitektsins.

Att Arkitektar leggja metnað sinn í að kanna ólíkar leiðir í greinandi samræðu við verkkaupa. Við nýtum myndlíkingar o.fl. hugmyndafræðilegar aðferðir sem hvata til að frekari greiningar. Með teiknaðar skissur að vopni eru margvíslegar hugmyndir leiddar til innihaldsríkrar niðurstöðu.

Att Arkitektar fagna hverju sérhverju óvæntu atviki í hugmyndavinnunni sem verður til þess að hugmyndirnar þokast eftir götu á átt að einföldun og ró. Att Arkitektar beita aðferðum leikgleði, staðfestu og greinandi hugsunar til að ná fram frumlegri hugmynd.

Att Arkitektar eru sanfærð um að þegar vel tekst til getur þáttur byggingarlistar í mótun almenningsrýmisins orðið til að auka kröfur og væntingar almennings um betra umhverfi.