







Vesturgata 18-20 Hfj. Fjölbýlishús
Att Arkitektar og Einrúm arkitektar hönnuðu byggingarnar í skemmtilegu og gefandi samstarfi árin 2005-2007.
Byggingarnar standa á hraunbrúninni á mótum eldri byggðar og nýbygginga á hafnarbakkanum, á aflagðri iðnaðarlóð.
Við hönnunina var þess vel gætt að grípa ekki til stælinga á gömlu húsunum en byggja nútímalegar byggingar sem tækju engu að síður fullt tillit til menningararfsins, í samhljómi við hraunið og eldri byggðina í Hafnarfirði.
Á mótum hraunbrúnarinnar þar sem gamli bæjarhlutinn stendur fólst áskorun í að móta byggingarnar þannig að rétt hlutföll tengdu gamla bæjarhlutann og 3-5 hæða íbúðabyggð á hafnarbakkanum. Langar sjónlínur voru brotnar upp með hniki, snúningum og hæðarmun þannig að umfang bygginganna virðist minna en ella.