








HT2 Deiliskipulag
Verkefnið fólst í að greina ólíkar hugmyndir og bestunarlíkön varðandi áfangaskipta uppbyggingu ásamt breytingu á deiliskipulagi til að fullnýta NV-horn lóðarinnar með skrifstofubyggingu á 2.h. og lagerbyggingu á 1.h. sem að stóru hluta náði út fyrir byggingarreit alveg út í lóðarmörk, neðanjarðar með bílastæðum á þaki lagerbyggingarinnar.
Sérstaklega varð að taka tillit til þess við skipulag að rekstri mátti alls ekki raska á framkvæmdatíma þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar. Með skissur, tölvu- og pappalíkön sem miðla voru margvíslegar hugdettur skoðaðar og merkingar- og haldbærar hugmyndir leiddar til niðurstöðu.
Deiliskipulagsgerð krefst árvekni varðandi ákvæði aðalskipulags og allar aðrar kvaðir þannig að engir hnökrar verði á opinberri málsmeðferð skv. gildandi skipulagslögum og fyllingarákvæðum skipulagsreglugerðar.
Þekkingar- og reynslugrunnur Att Arkitekta tryggir að blæbrigðarík og sjálfbær hönnun er studd meginreglum umhverfisréttarins ásamt reynslu af framkvæmdum og haldbærri sérþekkingu á skipulags- og mannvirkjalögum enda er Tryggvi Tryggvason arkitekt einnig lögfræðingur með sérfræðiþekkingu á lögum og reglum umhverfisréttarins.