




Sumarhús í Grímsnesi 2002
Sumarhúsið var hannað sem fínleg og einföld bygging.
Nú mörgum árum síðar stendur húsið öruggum fótum á landinu umvafin fínlegum heimskautagróðri. Andrýmið, blæbrigði litanna og fallegt handverk, takast af auðmýkt og öryggi á við veðrunina.
Klæðningar, skjólvirki og pallar sem eru úr ómeðhöndluðu lerki hafa veðrast fallega og virðulega ásamt zink- og bárujárnsklæðningum.