HARPA Planning

 

HARPA  samkeppni og skipulag

Vorið 2004 var lagður grunnur að hönnunarsamstarfi vegna lokaðrar samkeppni um tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, á austurbakka Reykjavíkurhafnar við Austurhöfn. Útbjóðandi var Austurhöfn- TR ehf.

Arkitektahópur var myndaður undir stjórn Henning Larsen Architects í Danmörku (HLA) og komst það samstarf m.a. á vegna fyrri starfa Tryggva Tr. (AttArk) fyrir HLA.

Samkeppnin var mjög umfangsmikil, enda var keppendum einnig ætlað að leggja fram tillögur að skipulagi Austurhafnar, þ.e.a.s. frá Lækjartorgi að Ingólfsgarði og frá Geirsgötu að hafnarbakkanum.

Samkeppninni um tónlistar- og ráðstefnuhúsið var skipt upp í þrjú áfangaskil, enda líklega um stærstu og flóknustu framkvæmdasamkeppni á sviði byggingarlistar að ræða sem haldin hefur verið á Íslandi. Samstarf við Ólaf Elíasson hófst í öðrum áfanga samkeppninnar og voru þá lögð fyrstu drög að ævintýralegum glerhjúpi byggingarinnar. Mikið var lagt upp úr gerð líkana, s.s. af skipulagi svæðisins, byggingunni sjálfri og glerhjúpi Ólafs Elíassonar.

Þegar niðurstaða hönnunarsamkeppninnar 2005 lá fyrir var verkefnið, sem þá hafði fengið nafnið Harpa, kynnt sem fyrsta framlag Íslands á arkitektúrtvíæringi í Feneyjum haustið 2006.

Harpa hefur í framhaldinu unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga, meðal annars hlotið Mies van der Rohe verðlaunin árið 2013, ein virtustu byggingarlistaverðlaun heims.

Hér að neðan er að finna hlekki á fréttir um vinningstillögu í samkeppninni um Hörpu

HARPA  Competition and Urban Planning

In the beginning of 2004, a collaboration of architects was established, for the purpose of participating in a PFI Works Concession Competition regarding The East Harbour Project by the Reykjavik harbour, i.e. The Icelandic National Concert & Conference Centre and Hotel in Reykjavík.

The design group was led by Henning Larsen Architects in Denmark (HLA). The collaboration was set in motion by Tryggvi Tr. (AttArch) who had worked with HLA on previous occasions. The competition was both extensive and complex, as the competing teams were asked to not only design The Icelandic National Concert & Conference Centre, a milestone in Icelandic architecture by any standard, but also the urban planning for the revitalisation of the old harbour area.

The Competition was divided in three phases since the project was the largest and most complex architectural program ever procured in Iceland. During the second phase, renowned Icelandic artist, Ólafur Elíasson, joined the design team and the idea for the kaleidoscopic glass facade was born. Extensive model building was required during the competition phases, where a breath-taking mock-up of the glass sculpture facade epitomized the project as a whole.

After the design team’s contribution was declared the winner of the competition, the project was appointed as the first Icelandic contribution to the Venice Architectural Biennale, in the summer of 2006.

Since its construction was concluded, the National Concert & Conference Centre, later named Harpa, has received many awards and acknowledgements for its design, including the EU prize for Contemporary Architecture – Mies van der Rohe Award in 2013.